„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 17:11 Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir borgina þurfa að axla ábyrgð. Vísir/Samsett Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03