Lífið

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Vala Kristín og Hilmir Snær hafa sést saman undanfarna mánuði.
Vala Kristín og Hilmir Snær hafa sést saman undanfarna mánuði.

Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á barni. Það tilkynnti Vala á Instagram í dag.

„Almættið ákvað að skrá mig í mömmuklúbbinn,“ segir Vala Kristín í færslu sinni og birtir af sér mynd með og segir eitt rosalega óvænt á leiðinni. 

Vala deilir þessari mynd á Instagram.Instagram

Vala Kristín og Hilmir Snær hafa verið saman frá því í fyrra. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra var skrifuð í júní í fyrra. Þá kom fram að þau hefðu verið að stinga saman nefjum í nokkra mánuði og að ítrekað hefði sést til þeirra saman.

Vala Kristín hefur undanfarið gert það gott í Þjóðleikhúsinu í hlutverki Önnu í leiksýningunni Frost sem byggt er á samnefndri kvikmynd. Síðustu sýningar á verkinu eru í janúar.

Hilmir Snær er einn þekktasti leikari samtímans og hefur síðustu misseri bæði leikið og leikstýrt ýmsum verkum í Borgarleikhúsinu. Hann leikstýrir sem dæmi verkinu Óskaland og leikur í Köttur á heitu blikkþaki og Fjallabaki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.