Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar 14. desember 2024 14:00 Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Menning Bókmenntir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar