Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 14:01 Már Egilsson, heimilislæknir, (t.v.) varar við því að horfið verði aftur til fortíðar og augljósra hagsmunaárekstra ef lyfjafræðingar fá heimild til þess að skrifa upp á lyf. Vísir Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn. Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn.
Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira