„Ég get líklegast trúað þessu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 07:03 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár. Hún hefur margbætt Íslands- og Norðurlandamet sín, orðið Evrópumeistari í sínum aldrusflokki og komist í hóp fjögurra bestu á HM. @eyglo_fanndal „Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær. Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira