Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 21:02 Maðurinn hefur ekki áður afplánað dóm hér á landi svo vitað sé. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur. Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur.
Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira