Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 12. desember 2024 15:01 Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun