Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 12:54 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Hún tók við sem formaður þegar ljóst var að Ragnar Þór Ingólfsson fyrrverandi formaður yrði þingmaður. Vísir/Vilhelm Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær. Í tilkynningu stjórnar VR segir að SVEIT hafi stofnað svokallað gult stéttarfélag sem kallist Virðing og hafi svo útbúið kjarasamning sem feli í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. „Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda,“ segir í tilkynningu VR. Þar tekur stjórnin heilshugar undir gagnrýni annarra stéttarfélaga á SVEIT og segir Virðingu beina spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu. Það er erlendu og ungu launafólki, og þeim sem síður þekkja rétt sinn á vinnumarkaði. Hvetja fólk til að hafa samband Stjórnin hvetur félagsfólk sitt til að hafa samband ef atvinnurekandi þeirra fer þess á leit við þau að þau gangi í Virðingu eða vinni eftir kjarasamningi félagsins. „Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn,“ segir í tilkynningu VR og er vísað í umfjöllun á vef Eflingar og ASÍ því til stuðnings. Þá segir að lokum að framkoma Virðingar og SVEIT sé að mati stjórnar VR „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu.“ Stjórnin Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Í tilkynningu stjórnar VR segir að SVEIT hafi stofnað svokallað gult stéttarfélag sem kallist Virðing og hafi svo útbúið kjarasamning sem feli í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. „Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda,“ segir í tilkynningu VR. Þar tekur stjórnin heilshugar undir gagnrýni annarra stéttarfélaga á SVEIT og segir Virðingu beina spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu. Það er erlendu og ungu launafólki, og þeim sem síður þekkja rétt sinn á vinnumarkaði. Hvetja fólk til að hafa samband Stjórnin hvetur félagsfólk sitt til að hafa samband ef atvinnurekandi þeirra fer þess á leit við þau að þau gangi í Virðingu eða vinni eftir kjarasamningi félagsins. „Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn,“ segir í tilkynningu VR og er vísað í umfjöllun á vef Eflingar og ASÍ því til stuðnings. Þá segir að lokum að framkoma Virðingar og SVEIT sé að mati stjórnar VR „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu.“ Stjórnin
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46