Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 11:09 Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu. Getty Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að gera Búlgaríu og Rúmeníu aðila að Schengen-svæðinu. Þetta felur í sér að þann 1. janúar verður mun auðveldara fyrir fólk í Búlgaríu og Rúmeníu að ferðast til annarra ríkja í Schengen. Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim. Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim.
Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira