Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 07:12 Móðir grætur eftir að hafa fundið einn sona sinna í líkhúsi í Damaskus. AP/Hussein Malla Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad. Sýrland Hernaður Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad.
Sýrland Hernaður Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira