Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 13:39 Árásin átti sér stað í október á þessu ári. Vísir/Vilhelm Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Rannsókn lögreglunnar á málinu lauk í síðasta mánuði og sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Alvarlegri en gert var ráð fyrir Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur jafnframt fram að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi á Vopnafirði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. 19. október 2024 19:04 Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19. október 2024 12:41 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á málinu lauk í síðasta mánuði og sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Alvarlegri en gert var ráð fyrir Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur jafnframt fram að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi á Vopnafirði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. 19. október 2024 19:04 Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19. október 2024 12:41 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. 19. október 2024 19:04
Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19. október 2024 12:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent