Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2024 13:02 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira