Innlent

Verri af­koma ríkis­sjóðs ekki gott vega­nesti fyrir næstu stjórn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við aðalhagfræðing Landsbankans sem segir að verri afkoma ríkissjóðs, sem greint var frá í gær, séu ekki góðar fregnir fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við búinu.

Að auki verður rætt við formann Eflingar en félagið deilir nú við SVEIT um kjarasamning sem gerður var við Virðingu, sem Efling segir að sé gervistéttarfélag.

Að auki fylgjumst við áfram með stjórnarmyndunarviðræðum og fjöllum um auglýsingar stjórnmálaflokkanna á samfélagsmiðlum en tugum milljóna var eytt í slíkar auglýsingar dagana fyrir kosningar.

Í sportinu verður rætt við formann KSÍ og hann spurður út í leitina að nýjum landsliðsþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×