„Ég var alveg smeykur við þennan leik” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. desember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er að gera góða hluti með sitt lið. VísirJón Gautur Hannesson „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu