„Ég var alveg smeykur við þennan leik” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. desember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er að gera góða hluti með sitt lið. VísirJón Gautur Hannesson „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti