„Ég var alveg smeykur við þennan leik” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. desember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er að gera góða hluti með sitt lið. VísirJón Gautur Hannesson „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira