Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 09:38 Einar Freyr segir það algjöra grundvallarkröfu að varaaflsstöðin verði áfram við Vík. Vísir/Ívar Fannar Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. Rafmagns-, Internet- og símalaust var í bænum í gær þegar rafmagnslína sem var plægð í Skógá bilaði. Leggja þurfti skólahald niður þegar rafmagn fór auk þess sem rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á til dæmis hjúkrunarheimili sem er rekið í sveitarfélaginu. „Þeir verða að meta í Skógánni hvenær þeir geta byrjað að grafa. Þetta er auðvitað bara það sama og gerðist í september. Þá fór strengurinn í sundur undir jökulsá og það virðist ekkert ganga neitt sérstaklega vel með plægingu strengja í árfarvegi á þessu svæði,“ segir Einar Freyr í samtali við fréttastofu. Hann telji að það sé betra að leggja strengina í brýrna til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. „Það var gert þannig í Jökulsá í september. Þetta er plægt niður um tvo og hálfan meter ofan í farveginn en samt virðast þær ná að ryðja sér niður og skemma þetta. Þannig þá er annar möguleiki að leggja í brúna og ég held að það væri betra í þessu tilviki og í öllu falli skynsamlegra.“ Hann segir uppbyggingu innviða á svæðinu ekki hafa haldið í við uppbyggingu í tengslum við bæði ferðaþjónustu og fjölgun íbúa og vonar að Landsnet og RARIK „ranki við sér“. Staðan verri nú en áður Hann segir stöðuna verri í dag en hún var fyrir nokkrum árum. Þá hafi varaaflsvélar alltaf verið nærri og hægt að keyra þær í gang en núna sé staðan þannig að það þurfti að keyra vélarnar frá Stöðvarfirði og Grindavík. „Það er krafan sem við gerum, og við sendum áskorun í gær á Landsnet og RARIK, á meðan að kerfið er svona óöruggt þá verðum við að hafa varaafl á staðnum þegar þetta gerist.“ Hann segir það nauðsynlegt til að tryggja öryggi og lífsgæði íbúa en auk þeirra íbúa sem búa á svæðinu þá sé íbúafjöldinn í raun alltaf margfaldaður með fjölda ferðamanna sem er á staðnum. Þeir hafi ekki sama aðgengi að til dæmis mat og ísskáp og fólk sem á heima í sveitarfélaginu. „Þó að aðstæður í gær hafi verið tiltölulega góðar því veður var skaplegt, þá er þetta líka að gerast í janúar, febrúar og mars og þá er að gera byl. Þá lokast jafnvel allt í nokkra daga og fólk fer ekki neitt. Fólk er fast á einhverju gistiheimili og það er ekki hægt að elda ofan í það eða fara neitt að kaupa mat,“ segir Einar Freyr og að þetta séu óboðlegar aðstæður fyrir alla. Einar Freyr segist hafa rætt við forstjóra RARIK í gær og í september líka um rafmagnsleysið. „Svörin eru á þá leið að þetta sé náttúran og það sé erfitt. Ég kenni ríkisstofnunum ekki um náttúruhamfarir eða vont veður en þetta er samt þannig að þegar maður býr á Íslandi á maður hlý föt ef það verður kalt úti og ef maður er að reka rafkerfi í Vík á maður varaaflsstöð. Því það getur oft orðið rafmagnslaust. Þetta snýst um lágmarksviðbúnað við aðstæðum sem geta komið upp.“ Fari sparlega með rafmagn Hann segir að ef varaaflsstöðin verði ekki á staðnum áfram geti þau lent í þessu áfram um jólin og þá sé mikill fjöldi ferðamanna á staðnum. „Þetta er í lagi á meðan varaaflið virkar og maður vonar að viðgerðin gangi vel. En þó að hún gangi eftir gerum við kröfu um að þetta varaafl verði hérna á svæðinu. Það er grundvallarkrafa hjá okkur.“ Í Mýrdalshreppi er mikill fjöldi vinsælla ferðamannaáfangastaða.Vísir/Egill Fram kemur í tilkynningu frá RARIK í dag að ekki liggi fyrir hvenær verði hægt að laga strenginn í Skógá. Þá kemur einnig fram að seinni bilunin í gær hafi verið vegna bilunar í jarðstreng sem liggur frá spennistöð við Ytri-Sólheima að sendi á Sjónarhól. Hláka og rigning hafi verið valdur þeirri bilun. Fram kom í tilkynningu frá RARIK í gær að aðstæður til viðgerða væru afar varasamar og að keyrt yrði á varaafli þar til henni lýkur. Þá kom einnig fram að metið yrði hvort senda þyrfti fleiri varaaflsvélar á vettvang ef það myndi kólna. Íbúar og gestir voru beðnir um að fara sparlega með rafmagn á meðan keyrt er á varaafli. „Sparnaður á rafmagni getur bæði falist í stórum og smáum hlutum, allt frá hleðslu rafbíla og hitastýringar innanhúss til smærri raftækja og jólaskreytinga,“ sagði í tilkynningu RARIK í gær. Uppfært þegar ný tilkynning barst frá RARIK. Uppfært klukkan 10:18 þann 10.12.2024. Mýrdalshreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Rafmagns-, Internet- og símalaust var í bænum í gær þegar rafmagnslína sem var plægð í Skógá bilaði. Leggja þurfti skólahald niður þegar rafmagn fór auk þess sem rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á til dæmis hjúkrunarheimili sem er rekið í sveitarfélaginu. „Þeir verða að meta í Skógánni hvenær þeir geta byrjað að grafa. Þetta er auðvitað bara það sama og gerðist í september. Þá fór strengurinn í sundur undir jökulsá og það virðist ekkert ganga neitt sérstaklega vel með plægingu strengja í árfarvegi á þessu svæði,“ segir Einar Freyr í samtali við fréttastofu. Hann telji að það sé betra að leggja strengina í brýrna til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. „Það var gert þannig í Jökulsá í september. Þetta er plægt niður um tvo og hálfan meter ofan í farveginn en samt virðast þær ná að ryðja sér niður og skemma þetta. Þannig þá er annar möguleiki að leggja í brúna og ég held að það væri betra í þessu tilviki og í öllu falli skynsamlegra.“ Hann segir uppbyggingu innviða á svæðinu ekki hafa haldið í við uppbyggingu í tengslum við bæði ferðaþjónustu og fjölgun íbúa og vonar að Landsnet og RARIK „ranki við sér“. Staðan verri nú en áður Hann segir stöðuna verri í dag en hún var fyrir nokkrum árum. Þá hafi varaaflsvélar alltaf verið nærri og hægt að keyra þær í gang en núna sé staðan þannig að það þurfti að keyra vélarnar frá Stöðvarfirði og Grindavík. „Það er krafan sem við gerum, og við sendum áskorun í gær á Landsnet og RARIK, á meðan að kerfið er svona óöruggt þá verðum við að hafa varaafl á staðnum þegar þetta gerist.“ Hann segir það nauðsynlegt til að tryggja öryggi og lífsgæði íbúa en auk þeirra íbúa sem búa á svæðinu þá sé íbúafjöldinn í raun alltaf margfaldaður með fjölda ferðamanna sem er á staðnum. Þeir hafi ekki sama aðgengi að til dæmis mat og ísskáp og fólk sem á heima í sveitarfélaginu. „Þó að aðstæður í gær hafi verið tiltölulega góðar því veður var skaplegt, þá er þetta líka að gerast í janúar, febrúar og mars og þá er að gera byl. Þá lokast jafnvel allt í nokkra daga og fólk fer ekki neitt. Fólk er fast á einhverju gistiheimili og það er ekki hægt að elda ofan í það eða fara neitt að kaupa mat,“ segir Einar Freyr og að þetta séu óboðlegar aðstæður fyrir alla. Einar Freyr segist hafa rætt við forstjóra RARIK í gær og í september líka um rafmagnsleysið. „Svörin eru á þá leið að þetta sé náttúran og það sé erfitt. Ég kenni ríkisstofnunum ekki um náttúruhamfarir eða vont veður en þetta er samt þannig að þegar maður býr á Íslandi á maður hlý föt ef það verður kalt úti og ef maður er að reka rafkerfi í Vík á maður varaaflsstöð. Því það getur oft orðið rafmagnslaust. Þetta snýst um lágmarksviðbúnað við aðstæðum sem geta komið upp.“ Fari sparlega með rafmagn Hann segir að ef varaaflsstöðin verði ekki á staðnum áfram geti þau lent í þessu áfram um jólin og þá sé mikill fjöldi ferðamanna á staðnum. „Þetta er í lagi á meðan varaaflið virkar og maður vonar að viðgerðin gangi vel. En þó að hún gangi eftir gerum við kröfu um að þetta varaafl verði hérna á svæðinu. Það er grundvallarkrafa hjá okkur.“ Í Mýrdalshreppi er mikill fjöldi vinsælla ferðamannaáfangastaða.Vísir/Egill Fram kemur í tilkynningu frá RARIK í dag að ekki liggi fyrir hvenær verði hægt að laga strenginn í Skógá. Þá kemur einnig fram að seinni bilunin í gær hafi verið vegna bilunar í jarðstreng sem liggur frá spennistöð við Ytri-Sólheima að sendi á Sjónarhól. Hláka og rigning hafi verið valdur þeirri bilun. Fram kom í tilkynningu frá RARIK í gær að aðstæður til viðgerða væru afar varasamar og að keyrt yrði á varaafli þar til henni lýkur. Þá kom einnig fram að metið yrði hvort senda þyrfti fleiri varaaflsvélar á vettvang ef það myndi kólna. Íbúar og gestir voru beðnir um að fara sparlega með rafmagn á meðan keyrt er á varaafli. „Sparnaður á rafmagni getur bæði falist í stórum og smáum hlutum, allt frá hleðslu rafbíla og hitastýringar innanhúss til smærri raftækja og jólaskreytinga,“ sagði í tilkynningu RARIK í gær. Uppfært þegar ný tilkynning barst frá RARIK. Uppfært klukkan 10:18 þann 10.12.2024.
Mýrdalshreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira