Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Í Laugarnesskóla á fram að kenna yngstu börnunum í 1. til 4. bekk. Eftir það er stefnt á að börnin fari í Laugalækjarskóla á miðstigi og svo í safnskóla í 8. til 10. bekk. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í Reykjavík í dag og kemur fram í aðsendri grein frá Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur formanni ráðsins á vef Vísis. Í greininni kemur fram að yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verði áfram í Laugarnesskóla en svo fari börnin í Laugalækjaskóla. Þar verði kennt á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Samkvæmt nýju plani er lagt til að Langholtsskóli verði áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Enn er svo gert ráð fyrir því að nýr safnskóli fyrir unglingastigið rísi í hverfinu. Erfitt og flókið ferli Umgjörð skólastarfs í Laugardal hefur verið til umræðu síðustu ár vegna fjölgunar barna en líka vegna viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Árelía segir í grein sinni þetta hafa verið flókið ferli. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom svo í ljós að það myndi reynast erfitt. „Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan,“ segir Árelía í grein sinni. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum og það sé vel vitað að þetta tvennt fari illa saman. Nauðsynlegt að taka málið aftur upp Hún segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að taka málið upp aftur en það hafi verið nauðsynlegt og niðurstaðan sé nú ljós. Hún segir margvísleg spennandi tækifæri í nýjum safnskóla fyrir þróun skólastarfsins í hverfinu. Á þessu bílastæði er stefnt á að byggja upp nýtt skólaþorp þar sem börn í Laugarnesskóla munu geta farið í skóla á meðan skólinn er lagaður.Vísir/Vilhelm „Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin marka með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga,“ segir Árelía í greininni og bendir á góða reynslu af safnskólum annars staðar í borginni. Þar má nefna Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. „Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun,“ segir Árelía. Þrjár staðsetningar fyrir safnskóla Til upprifjunar þá komu þrír valmöguleikar til greina. Þríhyrningurinn sem er á æfingasvæði Þróttar, bílaplanið við Laugardalsvöll og svo á lóð sem er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Engjavegar, við Glæsibæ. Staðsetningarnar þrjár sem koma til greina fyrir safnskóla hverfisins.Reykjavíkurborg Í grein sinni segir Árelía að auk þess að byggja safnskóla þurfi að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Því hafi verið ákveðið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Sjá einnig: Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Þá er einnig tekið fram að enn sé til skoðunar að byggja við leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla. Það hafi áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þá er ekki fjallað um það í greininni en nýlega var tilkynnt að rífa ætti annað húsnæði leikskólans Laugasólar, sem er í Leirulæk. Á meðan eru eldri börn leikskólans í leikskóla í Safamýri. Sjá einnig: Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin „Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar,“ segir Árelía að lokum í grein sinni. Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í Reykjavík í dag og kemur fram í aðsendri grein frá Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur formanni ráðsins á vef Vísis. Í greininni kemur fram að yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verði áfram í Laugarnesskóla en svo fari börnin í Laugalækjaskóla. Þar verði kennt á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Samkvæmt nýju plani er lagt til að Langholtsskóli verði áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Enn er svo gert ráð fyrir því að nýr safnskóli fyrir unglingastigið rísi í hverfinu. Erfitt og flókið ferli Umgjörð skólastarfs í Laugardal hefur verið til umræðu síðustu ár vegna fjölgunar barna en líka vegna viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Árelía segir í grein sinni þetta hafa verið flókið ferli. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom svo í ljós að það myndi reynast erfitt. „Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan,“ segir Árelía í grein sinni. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum og það sé vel vitað að þetta tvennt fari illa saman. Nauðsynlegt að taka málið aftur upp Hún segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að taka málið upp aftur en það hafi verið nauðsynlegt og niðurstaðan sé nú ljós. Hún segir margvísleg spennandi tækifæri í nýjum safnskóla fyrir þróun skólastarfsins í hverfinu. Á þessu bílastæði er stefnt á að byggja upp nýtt skólaþorp þar sem börn í Laugarnesskóla munu geta farið í skóla á meðan skólinn er lagaður.Vísir/Vilhelm „Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin marka með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga,“ segir Árelía í greininni og bendir á góða reynslu af safnskólum annars staðar í borginni. Þar má nefna Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. „Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun,“ segir Árelía. Þrjár staðsetningar fyrir safnskóla Til upprifjunar þá komu þrír valmöguleikar til greina. Þríhyrningurinn sem er á æfingasvæði Þróttar, bílaplanið við Laugardalsvöll og svo á lóð sem er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Engjavegar, við Glæsibæ. Staðsetningarnar þrjár sem koma til greina fyrir safnskóla hverfisins.Reykjavíkurborg Í grein sinni segir Árelía að auk þess að byggja safnskóla þurfi að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Því hafi verið ákveðið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Sjá einnig: Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Þá er einnig tekið fram að enn sé til skoðunar að byggja við leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla. Það hafi áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þá er ekki fjallað um það í greininni en nýlega var tilkynnt að rífa ætti annað húsnæði leikskólans Laugasólar, sem er í Leirulæk. Á meðan eru eldri börn leikskólans í leikskóla í Safamýri. Sjá einnig: Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin „Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar,“ segir Árelía að lokum í grein sinni.
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira