Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:05 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Sýrlandi eftir að al-Assad var steypt af stóli. vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“ Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38
Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28