Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 08:32 Matej Mandic er markvörður króatíska landsliðsins og RK Zagreb. Getty/Tom Weller Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti