Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar 9. desember 2024 09:00 Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar