Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 06:34 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira