Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 06:34 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira