Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 06:34 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira