Enski boltinn

Antonio búinn í að­gerð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michail Antonio kom til West Ham United frá Nottingham Forest fyrir níu árum.
Michail Antonio kom til West Ham United frá Nottingham Forest fyrir níu árum. getty/Rob Newell

Michail Antonio, framherji West Ham United, hefur gengist undir aðgerð vegna áverkanna sem hann varð fyrir í bílslysi í gær.

Antonio var fluttur með hraði á spítala eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi í gær. West Ham greindi svo frá því síðdegis að hann væri með meðvitund og gæti tjáð sig.

Í dag tilkynnti West Ham svo að Antonio væri búinn í aðgerð vegna fótbrots. Hann verður undir eftirliti á spítala næstu daga.

Í tilkynningunni er Antonio óskað skjóts bata. Þá þakkar West Ham fyrir stuðning fótboltafjölskyldunnar síðan fréttir af slysinu bárust.

Ljóst er að Antonio verður frá keppni í einhvern tíma. Hann hefur leikið með West Ham frá 2015 og er markahæsti leikmaður liðsins í ensku úrvalsdeildinni með 68 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×