„Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 11:04 Dagur B. Eggertsson hefur verið í meirihluta í borginni, en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í minnihluta. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, líka nýkjörinn þingmaður og fráfarandi borgarfulltrúi, hafa lengst af verið í sitt hvoru liðinu. Dagur hefur verið í meirihluta í borginni en Kolbrún í minnihluta. Nú eru flokkar þeirra, Samfylking og Flokkur fólksins, hins vegar í stjórnarmyndunarviðræðum. Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“ Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“
Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent