„Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 11:04 Dagur B. Eggertsson hefur verið í meirihluta í borginni, en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í minnihluta. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, líka nýkjörinn þingmaður og fráfarandi borgarfulltrúi, hafa lengst af verið í sitt hvoru liðinu. Dagur hefur verið í meirihluta í borginni en Kolbrún í minnihluta. Nú eru flokkar þeirra, Samfylking og Flokkur fólksins, hins vegar í stjórnarmyndunarviðræðum. Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“ Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“
Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira