Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2024 12:32 Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Félagasamtök Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun