Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar 5. desember 2024 11:02 Nokkur umræða varð um utanríkismál fyrir nýafstaðnar kosningar, þó hún hefði mátt vera bæði meiri og dýpri. Helst var rætt um hvaða úrræði Ísland hefði varðandi styrjaldir í Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og um mögulega endurnýjaða aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Ljóst er að óháð því hvaða stjórn verður mynduð, þá standa stjórnvöld frammi fyrir fjölmörgum verkefnum á sviði öryggis og varnarmála og hér verður tæpt á þeim helstu, með tillögu að nokkurs konar verkefnalista í málaflokknum. Innan stjórnsýslunnar hefur verið unnið mikilvægt starf á sviði öryggis- og varnarmála allt frá brottför Varnarliðsins 2006, en sérstaklega á síðustu árum. Ísland tók við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins (sem er hluti af loftvarnarkerfi NATO) af Bandaríkjaher, og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er rekin gistiríkisaðstaða fyrir herafla NATO ríkja til stuðnings loftrýmisgæslu, kafbátaleitar og margvíslegra æfinga. Þá samþykkti Alþingi í fyrsta sinn þjóðaröryggisstefnu 2016 sem var uppfærð á síðasta ári. Markmið stefnunnar er að tryggja sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar og friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna, varnir landsins og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða samfélagsins. Í stefnunni var mælt fyrir um stofnun Þjóðaröryggisráðs undir formennsku Forsætisráðherra. Ráðið hefur eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og skal vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Ráðinu er enn fremur ætlað að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum. Eins hafa framlög til varnarmála verið aukin eins og sjá má í nýlegri samantekt Utanríksráðuneytisins um áherslur og aðgerðir í varnarmálum. Ísland hefur stutt markmiðasetningu NATO frá 2014 um að aðildarríki verji a.m.k. tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en stjórnvöld virðast jafnframt telja sig undanþegin þeirri skuldbindingu í krafti herleysis í samræmi við fyrirvara forsætisráðherra Íslands við undirritun Atlantshafssáttmálans í Washington 1949. Þó er líklegt að önnur aðildarríki NATO, sem þurfa að rifa seglin í mikilvægum málaflokkum samhliða aukningu útgjalda til varnarmála, muni horfa til þess að Ísland verji á sama tíma aðeins 0.1% af þjóðarframleiðslu til eigin varna. Þá ber þess að geta að fyrirvarinn fyrir tæpum 75 árum var pólitískur og einhliða - og gefinn við allt aðrar aðstæður en nú ríkja. Þá var Ísland bláfátækt land sem einungis fimm árum áður hafði stofnað lýðveldi, en er í dag eitt ríkasta land Evrópu þar sem mest velferð ríkir. Innlendur viðbúnaður og varnir Lykilviðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar á svið öryggis og varna verður að meta með hvaða hætti megi efla fjárfestingu í eigin vörnum og þannig treysta frekar varnarskuldingu bandalagsríkja okkar í samræmi við 5. grein Atlantshafssáttmálans og tvíhliða Varnarsamninginn við Bandaríkin. Slíkum fjármunum mætti verja til þess að efla hérlenda getu og viðbúnað sem nýtist okkur á friðartímum, en getur nýst til sameiginlegra varna NATO á ófriðartímum - það sem kallað hefur verið “tvínota”. Þannig mætti til dæmis stórefla Landhelgisgæsluna með því að reka hér mjög öfluga þyrlusveit, sinna langdrægu eftirliti á hafinu með drónum, og koma upp flutningsgetu í lofti. Þannig gæti Landhelgisgæslan sinnt mikilvægu eftirliti með auðlindum okkar á hafinu og jafnframt eflt eftirlitsgetu NATO á hernaðarlega mikilvægu hafsvæði. Ísland gaf nýverið fullkominn herspítala til Úkraínu. Ekkert væri því til fyrirstöðu að nýta framlög til varnarmála til þess að eiga hér á landi færanlega herspítala sem hægt er að nota innanlands þegar náttúruvá steðjar að, en sem mætti einnig senda til verkefna bandalagsins, jafnvel með íslensku heilbrigðisstarfsfólki. Eins mætti fjárfesta í eflingu innviðaöryggis, bæði til þess að verja sæstrengi og önnur fjarskipti, en einnig til þess að treysta varnir mikilvægra orkuinnviða og lykilstoða efnahagslífsins gagnvart árásum, hvort sem væri um að ræða netárásir eða skemmdarverk. Til þess að slíkar fjárfestingar séu í raun “tvínota” þurfa þær að falla undir skilgreiningu NATO á útgjöldum til varnarmála. Telja má að mögulegt sé að hnika til þeirri skilgreiningu hvað Ísland varðar í ljósi herleysis okkar, sem myndi gera alla slíka fjárfestingu auðveldari. Hættumat á sviði varnarmála Auk þess að vera herlaust, rekur Ísland ekki leyniþjónustu og hefur þar með takmarkaða getu til þess að greina ógnir og skiptast á upplýsingum við slíkar stofnanir bandalagsríkja okkar. Það þýðir að geta okkar til hættumats á hverjum tíma er mjög takmörkuð og því er áríðandi að skoða með hvaða hætti mætti koma upp slíkri getu innan stjórnsýslunnar. Efla áherslu Alþingis á varnar- og öryggismál Starf Utanríkismálanefdar hefur einnig falið í sér umfjöllun um varnarmál, en mikilvægt er að stjórnmálamenn setji sig inn í varnar- og öryggismál af meiri krafti en verið hefur. Til viðbótar við Utanríkismálanefnd Alþingis ætti þannig að starfa Öryggis- og varnarmálanefnd þingsins sem væri algerlega helguð þessum málaflokki. Þess má geta að á tímum Kalda stríðsins og allt fram til ársins 1991 starfaði sérstök Öryggismálanefnd þingsins sem hafði framkvæmdastjóra á launum og fjárveitingar til kaupa á rannsóknarvinnu og skýrslugerð tengdum viðfangsefnum nefndarinnar. Hagsmunagæsla og þátttaka í starfi Atlantshafsbandalagsins Samstarf og samráð við NATO hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og mikilvægt er að á því verði framhald. Ísland hefur margþætt tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnu bandalagsins í mikilvægum málum í krafti þátttöku okkar og í samráði við líkt þenkjandi ríki á vettvangi bandalagsins. Því er mikilvægt að reka öfluga fastanefnd Íslands í höfuðstöðvum NATO, en einnig að taka þátt í starfi herstjórna bandalagsins, eins og hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slík þátttaka er auk þess mikilvæg til þess að tryggja að varnaráætlanir bandalagsins er varða Ísland séu uppfærðar reglulega með okkar aðkomu og að æfingar efli mögulega framkvæmd þeirra. Varnarsamstarfið við Bandaríkin Varnarsamningurinn frá 1951, sem gerður er á grundvelli Atlantshafssamningsins, er hryggjarstykkið í vörnum Íslands. Ljóst er að sviptingar í stjórnmálum vestanhafs hafa farið vaxandi og því er nauðsynlegt að efla mjög samráð og samstarf við Bandaríkin á sviði öryggis og varnarmála til þess að tryggja að Bandaríkin standi við ákvæði varnarsamningsins um að “gera ráðstafanir til þess að verja Ísland” óháð því hver situr á forsetastóli í Bandaríkjunum. Í því sambandi er einnig mikilvægt að sýna hvernig Ísland er að auka fjárfestingu í eigin vörnum og hvernig sú geta nýtist til sameiginlegra varna bandalagsins og þjónar öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Varnarstuðningur við Úkraínu Hernaður Rússa gegn Úkraínu er helsta öryggisógn sem steðjar að gjörvallri Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Rússar hafa talað opinskátt um að þeir telji sig eiga í stríði við NATO og hafa framkvæmt hrinu skemmdarverka víða um Evrópu. Besta leiðin til þess að tryggja öryggi Evrópu er að tryggja að Rússar vinni ekki sigur í Úkraínustríðinu og freistist í framhaldi til einhvers konar ófriðar gegn NATO ríkjum. Þar er mikilvægt að ný ríkisstjórn standi við skuldbindingar okkar innan NATO og við stjórnvöld í Úkraínu um borgaralegan og hernaðarlegan stuðning sem koma fram í stefnu Alþingis og tvíhliða öryggissamningi ríkjanna. Svæðisbundin varnarsamvinna Mikið starf verið unnið á undanförnum árum á þessu sviði og Ísland tekur nú fullan þátt í varnarsamstarfi Norðurlandanna sem hefur eflst mjög í kjölfar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í NATO. Eins tekur Ísland þátt í starfsemi Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) sem Bretland leiðir. JEF hefur mikla viðbragðsgetu til þess að mæta hernaðarlegum ógnum og á síðasta ári var stór æfing sveitarinnar haldin hérlendis. Ráðlegt væri að halda áfram þessu samstarfi og leita leiða til þess að efla það. Aukin innlend varnargeta, s.s. áðurnefnd þyrlusveit, flutningsgeta og eftirlitsgeta á hafinu gæti til dæmis verið liður í því. Samskipti við Evrópusambandið á sviði öryggis- og varnarmála Óháð því hvort að ný ríkisstjórn nær saman um að leggja ákvörðun um endurnýjaða aðildarumsókn í dóm þjóðarinnar, þá er skynsamlegt að leita frekari öryggistengsla við Evrópusambandið eins og Noregur hefur þegar gert. Sameiginleg varnarskuldbinding Evrópusambandsins er sterkari en 5. grein NATO á pappírnum, en það er mun óljósara hvernig hún myndi virka í raun vegna þess að allt herstjórnarkerfi ESB er vanþróað og sama gildir um alla gerð varnaráætlana. Ef þjóðaratkvæði um aðildarumsókn verður sett á dagskrá er mikilvægt að öryggis- og varnarmálahlið aðildar sé skoðuð í þaula og kynnt fyrir þjóðinni. Seta í Mannréttindaráði SÞ Ísland tekur sæti í ráðinu nú í janúar og hefur þar með tækifæri til þess að láta rödd sína í þágu mannréttinda og friðar heyrast á þeim vettvangi. Hefðbundnar öryggisógnir og fjölþáttaógnir sem að okkur steðja eru fyrst og fremst af hálfu einræðisríkja sem þverbrjóta alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og því er samstarf okkar með öðrum lýðræðisríkjum innan ráðsins mikilvæg viðspyrna. Tækifæri er til þess að efla alla kynningu á starfi okkar innan ráðsins umfram það sem var þegar við áttum þar sæti í fyrsta sinn 2018-2020. Væri það liður í að auka viðnámsþrótt samfélagsins (e. resilience) og innlenda meðvitund um mikilvægi Mannréttindaráðsins. Hér mætti sjá fyrir sér samstarf stjórnvalda við háskólasamfélagið og fjölmiðla. Þátttaka í starfi Sameinuðu Þjóðanna í þágu friðar Í könnunum hefur ítrekað komið fram skýr vilji þjóðarinnar til þess að Ísland gegni einhvers konar friðarhlutverki á alþjóðavettvangi. Helst mætti sjá fyrir sér að það takist með því að efla mjög aðkomu Íslands að friðarstarfi Sameinuðu Þjóðanna, s.s. friðargæslu og stuðningi við friðarviðræður og gerð friðarsamninga. Hér gætum við treyst á mikla reynslu grannþjóða, sérstaklega Noregs og Finnlands, og byggt upp getu okkar og framlög á þessu sviði innan SÞ. Upplýsingagjöf og þekkingaruppbygging Hérlend stjórnvöld hafa ítrekað talað um mikilvægi þess að efla rannsóknir og umræðu um öryggis- og varnarmál. Umfjöllun um málaflokkinn hefur aukist nokkuð í fjölmiðlum og að ofan er reifuð hugmynd til þess að efla hana á vettvangi stjórnmálanna með stofnun Öryggis- og varnarmálanefndar Alþingis. Eins er mikilvægt að styrkja getu háskólasamfélagsins til þess að rannsaka og fjalla um öryggis- og varnarmál. Grannríki okkar reka öflugar rannsóknarstofnanir studdar af stjórnvöldum sem stuðla að almennri umræðu, vinna rannsóknir sem nýtast stjórnvöldum, og byggja upp sérþekkingu. Hér á landi er sú geta mjög takmörkuð og er því tækifæri fyrir nýja ríkisstjórn að fjármagna slíka vinnu innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Efnahagsleg tækifæri tengd varnarmálum Þó svo að ólíklegt sé að íslensk fyrirtæki hafi hug á að hasla sér völl á sviði vopnaframleiðslu, er augljóst að miklir efnahagslegir möguleikar eru innan einkageirans til þess að byggja upp varnartengda þjónustu eða framleiðslu. Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn - nýsköpunarfyrirtæki sem metið er á milljarð bandaríkjadala) en það markmið náðist ekki síst vegna viðskiptasamnings við Bandaríkjaher. Íslensk fyrirtæki, hvort sem er sprotafyrirtæki eða fyrirtæki í blómlegum rekstri, hafa fjölmörg tækifæri til þess að byggja upp varnartengdan rekstur. Slíkum tækifærum mun án efa fjölga samhliða aukinni fjárfestingu Íslands í eigin vörnum, en ný ríkisstjórn gæti sett sér það markmið að styðja og efla sókn íslenskra fyrirtækja inn á þann markað. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða varð um utanríkismál fyrir nýafstaðnar kosningar, þó hún hefði mátt vera bæði meiri og dýpri. Helst var rætt um hvaða úrræði Ísland hefði varðandi styrjaldir í Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og um mögulega endurnýjaða aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Ljóst er að óháð því hvaða stjórn verður mynduð, þá standa stjórnvöld frammi fyrir fjölmörgum verkefnum á sviði öryggis og varnarmála og hér verður tæpt á þeim helstu, með tillögu að nokkurs konar verkefnalista í málaflokknum. Innan stjórnsýslunnar hefur verið unnið mikilvægt starf á sviði öryggis- og varnarmála allt frá brottför Varnarliðsins 2006, en sérstaklega á síðustu árum. Ísland tók við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins (sem er hluti af loftvarnarkerfi NATO) af Bandaríkjaher, og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er rekin gistiríkisaðstaða fyrir herafla NATO ríkja til stuðnings loftrýmisgæslu, kafbátaleitar og margvíslegra æfinga. Þá samþykkti Alþingi í fyrsta sinn þjóðaröryggisstefnu 2016 sem var uppfærð á síðasta ári. Markmið stefnunnar er að tryggja sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar og friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna, varnir landsins og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða samfélagsins. Í stefnunni var mælt fyrir um stofnun Þjóðaröryggisráðs undir formennsku Forsætisráðherra. Ráðið hefur eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og skal vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Ráðinu er enn fremur ætlað að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum. Eins hafa framlög til varnarmála verið aukin eins og sjá má í nýlegri samantekt Utanríksráðuneytisins um áherslur og aðgerðir í varnarmálum. Ísland hefur stutt markmiðasetningu NATO frá 2014 um að aðildarríki verji a.m.k. tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en stjórnvöld virðast jafnframt telja sig undanþegin þeirri skuldbindingu í krafti herleysis í samræmi við fyrirvara forsætisráðherra Íslands við undirritun Atlantshafssáttmálans í Washington 1949. Þó er líklegt að önnur aðildarríki NATO, sem þurfa að rifa seglin í mikilvægum málaflokkum samhliða aukningu útgjalda til varnarmála, muni horfa til þess að Ísland verji á sama tíma aðeins 0.1% af þjóðarframleiðslu til eigin varna. Þá ber þess að geta að fyrirvarinn fyrir tæpum 75 árum var pólitískur og einhliða - og gefinn við allt aðrar aðstæður en nú ríkja. Þá var Ísland bláfátækt land sem einungis fimm árum áður hafði stofnað lýðveldi, en er í dag eitt ríkasta land Evrópu þar sem mest velferð ríkir. Innlendur viðbúnaður og varnir Lykilviðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar á svið öryggis og varna verður að meta með hvaða hætti megi efla fjárfestingu í eigin vörnum og þannig treysta frekar varnarskuldingu bandalagsríkja okkar í samræmi við 5. grein Atlantshafssáttmálans og tvíhliða Varnarsamninginn við Bandaríkin. Slíkum fjármunum mætti verja til þess að efla hérlenda getu og viðbúnað sem nýtist okkur á friðartímum, en getur nýst til sameiginlegra varna NATO á ófriðartímum - það sem kallað hefur verið “tvínota”. Þannig mætti til dæmis stórefla Landhelgisgæsluna með því að reka hér mjög öfluga þyrlusveit, sinna langdrægu eftirliti á hafinu með drónum, og koma upp flutningsgetu í lofti. Þannig gæti Landhelgisgæslan sinnt mikilvægu eftirliti með auðlindum okkar á hafinu og jafnframt eflt eftirlitsgetu NATO á hernaðarlega mikilvægu hafsvæði. Ísland gaf nýverið fullkominn herspítala til Úkraínu. Ekkert væri því til fyrirstöðu að nýta framlög til varnarmála til þess að eiga hér á landi færanlega herspítala sem hægt er að nota innanlands þegar náttúruvá steðjar að, en sem mætti einnig senda til verkefna bandalagsins, jafnvel með íslensku heilbrigðisstarfsfólki. Eins mætti fjárfesta í eflingu innviðaöryggis, bæði til þess að verja sæstrengi og önnur fjarskipti, en einnig til þess að treysta varnir mikilvægra orkuinnviða og lykilstoða efnahagslífsins gagnvart árásum, hvort sem væri um að ræða netárásir eða skemmdarverk. Til þess að slíkar fjárfestingar séu í raun “tvínota” þurfa þær að falla undir skilgreiningu NATO á útgjöldum til varnarmála. Telja má að mögulegt sé að hnika til þeirri skilgreiningu hvað Ísland varðar í ljósi herleysis okkar, sem myndi gera alla slíka fjárfestingu auðveldari. Hættumat á sviði varnarmála Auk þess að vera herlaust, rekur Ísland ekki leyniþjónustu og hefur þar með takmarkaða getu til þess að greina ógnir og skiptast á upplýsingum við slíkar stofnanir bandalagsríkja okkar. Það þýðir að geta okkar til hættumats á hverjum tíma er mjög takmörkuð og því er áríðandi að skoða með hvaða hætti mætti koma upp slíkri getu innan stjórnsýslunnar. Efla áherslu Alþingis á varnar- og öryggismál Starf Utanríkismálanefdar hefur einnig falið í sér umfjöllun um varnarmál, en mikilvægt er að stjórnmálamenn setji sig inn í varnar- og öryggismál af meiri krafti en verið hefur. Til viðbótar við Utanríkismálanefnd Alþingis ætti þannig að starfa Öryggis- og varnarmálanefnd þingsins sem væri algerlega helguð þessum málaflokki. Þess má geta að á tímum Kalda stríðsins og allt fram til ársins 1991 starfaði sérstök Öryggismálanefnd þingsins sem hafði framkvæmdastjóra á launum og fjárveitingar til kaupa á rannsóknarvinnu og skýrslugerð tengdum viðfangsefnum nefndarinnar. Hagsmunagæsla og þátttaka í starfi Atlantshafsbandalagsins Samstarf og samráð við NATO hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og mikilvægt er að á því verði framhald. Ísland hefur margþætt tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnu bandalagsins í mikilvægum málum í krafti þátttöku okkar og í samráði við líkt þenkjandi ríki á vettvangi bandalagsins. Því er mikilvægt að reka öfluga fastanefnd Íslands í höfuðstöðvum NATO, en einnig að taka þátt í starfi herstjórna bandalagsins, eins og hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slík þátttaka er auk þess mikilvæg til þess að tryggja að varnaráætlanir bandalagsins er varða Ísland séu uppfærðar reglulega með okkar aðkomu og að æfingar efli mögulega framkvæmd þeirra. Varnarsamstarfið við Bandaríkin Varnarsamningurinn frá 1951, sem gerður er á grundvelli Atlantshafssamningsins, er hryggjarstykkið í vörnum Íslands. Ljóst er að sviptingar í stjórnmálum vestanhafs hafa farið vaxandi og því er nauðsynlegt að efla mjög samráð og samstarf við Bandaríkin á sviði öryggis og varnarmála til þess að tryggja að Bandaríkin standi við ákvæði varnarsamningsins um að “gera ráðstafanir til þess að verja Ísland” óháð því hver situr á forsetastóli í Bandaríkjunum. Í því sambandi er einnig mikilvægt að sýna hvernig Ísland er að auka fjárfestingu í eigin vörnum og hvernig sú geta nýtist til sameiginlegra varna bandalagsins og þjónar öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Varnarstuðningur við Úkraínu Hernaður Rússa gegn Úkraínu er helsta öryggisógn sem steðjar að gjörvallri Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Rússar hafa talað opinskátt um að þeir telji sig eiga í stríði við NATO og hafa framkvæmt hrinu skemmdarverka víða um Evrópu. Besta leiðin til þess að tryggja öryggi Evrópu er að tryggja að Rússar vinni ekki sigur í Úkraínustríðinu og freistist í framhaldi til einhvers konar ófriðar gegn NATO ríkjum. Þar er mikilvægt að ný ríkisstjórn standi við skuldbindingar okkar innan NATO og við stjórnvöld í Úkraínu um borgaralegan og hernaðarlegan stuðning sem koma fram í stefnu Alþingis og tvíhliða öryggissamningi ríkjanna. Svæðisbundin varnarsamvinna Mikið starf verið unnið á undanförnum árum á þessu sviði og Ísland tekur nú fullan þátt í varnarsamstarfi Norðurlandanna sem hefur eflst mjög í kjölfar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í NATO. Eins tekur Ísland þátt í starfsemi Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) sem Bretland leiðir. JEF hefur mikla viðbragðsgetu til þess að mæta hernaðarlegum ógnum og á síðasta ári var stór æfing sveitarinnar haldin hérlendis. Ráðlegt væri að halda áfram þessu samstarfi og leita leiða til þess að efla það. Aukin innlend varnargeta, s.s. áðurnefnd þyrlusveit, flutningsgeta og eftirlitsgeta á hafinu gæti til dæmis verið liður í því. Samskipti við Evrópusambandið á sviði öryggis- og varnarmála Óháð því hvort að ný ríkisstjórn nær saman um að leggja ákvörðun um endurnýjaða aðildarumsókn í dóm þjóðarinnar, þá er skynsamlegt að leita frekari öryggistengsla við Evrópusambandið eins og Noregur hefur þegar gert. Sameiginleg varnarskuldbinding Evrópusambandsins er sterkari en 5. grein NATO á pappírnum, en það er mun óljósara hvernig hún myndi virka í raun vegna þess að allt herstjórnarkerfi ESB er vanþróað og sama gildir um alla gerð varnaráætlana. Ef þjóðaratkvæði um aðildarumsókn verður sett á dagskrá er mikilvægt að öryggis- og varnarmálahlið aðildar sé skoðuð í þaula og kynnt fyrir þjóðinni. Seta í Mannréttindaráði SÞ Ísland tekur sæti í ráðinu nú í janúar og hefur þar með tækifæri til þess að láta rödd sína í þágu mannréttinda og friðar heyrast á þeim vettvangi. Hefðbundnar öryggisógnir og fjölþáttaógnir sem að okkur steðja eru fyrst og fremst af hálfu einræðisríkja sem þverbrjóta alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og því er samstarf okkar með öðrum lýðræðisríkjum innan ráðsins mikilvæg viðspyrna. Tækifæri er til þess að efla alla kynningu á starfi okkar innan ráðsins umfram það sem var þegar við áttum þar sæti í fyrsta sinn 2018-2020. Væri það liður í að auka viðnámsþrótt samfélagsins (e. resilience) og innlenda meðvitund um mikilvægi Mannréttindaráðsins. Hér mætti sjá fyrir sér samstarf stjórnvalda við háskólasamfélagið og fjölmiðla. Þátttaka í starfi Sameinuðu Þjóðanna í þágu friðar Í könnunum hefur ítrekað komið fram skýr vilji þjóðarinnar til þess að Ísland gegni einhvers konar friðarhlutverki á alþjóðavettvangi. Helst mætti sjá fyrir sér að það takist með því að efla mjög aðkomu Íslands að friðarstarfi Sameinuðu Þjóðanna, s.s. friðargæslu og stuðningi við friðarviðræður og gerð friðarsamninga. Hér gætum við treyst á mikla reynslu grannþjóða, sérstaklega Noregs og Finnlands, og byggt upp getu okkar og framlög á þessu sviði innan SÞ. Upplýsingagjöf og þekkingaruppbygging Hérlend stjórnvöld hafa ítrekað talað um mikilvægi þess að efla rannsóknir og umræðu um öryggis- og varnarmál. Umfjöllun um málaflokkinn hefur aukist nokkuð í fjölmiðlum og að ofan er reifuð hugmynd til þess að efla hana á vettvangi stjórnmálanna með stofnun Öryggis- og varnarmálanefndar Alþingis. Eins er mikilvægt að styrkja getu háskólasamfélagsins til þess að rannsaka og fjalla um öryggis- og varnarmál. Grannríki okkar reka öflugar rannsóknarstofnanir studdar af stjórnvöldum sem stuðla að almennri umræðu, vinna rannsóknir sem nýtast stjórnvöldum, og byggja upp sérþekkingu. Hér á landi er sú geta mjög takmörkuð og er því tækifæri fyrir nýja ríkisstjórn að fjármagna slíka vinnu innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Efnahagsleg tækifæri tengd varnarmálum Þó svo að ólíklegt sé að íslensk fyrirtæki hafi hug á að hasla sér völl á sviði vopnaframleiðslu, er augljóst að miklir efnahagslegir möguleikar eru innan einkageirans til þess að byggja upp varnartengda þjónustu eða framleiðslu. Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn - nýsköpunarfyrirtæki sem metið er á milljarð bandaríkjadala) en það markmið náðist ekki síst vegna viðskiptasamnings við Bandaríkjaher. Íslensk fyrirtæki, hvort sem er sprotafyrirtæki eða fyrirtæki í blómlegum rekstri, hafa fjölmörg tækifæri til þess að byggja upp varnartengdan rekstur. Slíkum tækifærum mun án efa fjölga samhliða aukinni fjárfestingu Íslands í eigin vörnum, en ný ríkisstjórn gæti sett sér það markmið að styðja og efla sókn íslenskra fyrirtækja inn á þann markað. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun