Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 11:02 Stjörnumenn köstuðu frá sér átta marka forskoti gegn HK en eru enn þremur stigum ofar en HK-ingar, í 7. sæti Olís-deildarinnar. vísir/Diego Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“ Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“
Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira