Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 11:11 Strikað var yfir nafn Höllu Hrundar 192 sinnum en Karl Gauti fékk 146 útstrikanir. Næsti maður á lista fékk rúmlega hundrað færri útstrikanir. Vísir/Ívar/Vilhelm Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15 Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17