Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 21:53 Elín Rósa Magnúsdóttir í leiknum við Hollendinga, í frumraun sinni á EM. Getty/Henk Seppen Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20