Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. desember 2024 07:02 Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar