„Ég er bara bjartsýnn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins er bjartsýnn á komandi stjórnarmyndunarviðræður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir þær verða áskorun en stjórnmál gangi út á að gera málamiðlanir. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar. Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar.
Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira