Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 11:03 Macron gæti ákveðið að skipa starfstjórn fram að þeim tíma sem hann getur rofið þing og boðað aftur til kosninga en það má hann ekki fyrr en næsta sumar. Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira