„Förum léttar inn í þennan leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 11:01 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. „Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða