Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 08:02 Perla Ruth er markahæst í íslenska liðinu á EM til þessa. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira