Hugsaði lítið og stressaði sig minna Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 14:32 Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum í fyrra. Vísir/EPA „Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira
Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira