Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 2. desember 2024 10:02 Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun