Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2024 17:47 Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða allar hjá Heimi í spjalli í kvöld. Vísir/Vilhelm Formenn og leiðtogar flokka sem náðu inn á þing eða féllu af þingi í kosningunum í gær mæta í spjall hjá Heimi Má á Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir þrír biðu afhroð í kosingunum en þrír stjórnarandstöðuflokkar með Samfylkinguna í broddi fylkingar unnu stóra sigra. Þetta eru verstu kosningaúrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei áður hefur fengið fylgi undir tuttugu prósentum. Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar og Píratar sömuleiðis eftir fimmtán ár á þingi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins gætu auðveldlega myndað ríkisstjórn með rúmum meirihluta á þingi ef aðeins er horft á fjölda þingmanna. Þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn eru það hins vegar málefnin og samningahæfileikar forystufólks sem ráða för. Viðreisn getur tekið þátt í myndun ríkisstjórna til bæði vinstri og hægri.Vísir/Vilhelm Það er líka sögulegt að flokkarnir sem unnu stærstu sigrana eru allir leiddir af konum. Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins mæta fyrstar til Heimis Más. Þessir þrír flokkar hafa samanlagt 36 þingmenn og því rúman meirihluta á Alþingi. Í örðum hluta þáttarins mæta þeir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og halda spjallinu áfram með Þorgerði Katrínu. Þessir þrír flokkar gætu einnig myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum en lágmarks meirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Flokkur fólksins vann góðan sigur og getur eins og Viðreisn ýmist myndað ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sem var með þeim síðustu til að detta inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar öll atkvæði höfðu verið talin mætir í þriðja og síðasta hluta formannaspjallsins. Með honum verða Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna sem féllu af þingi í kosningunum og Björn Leví Gunnarsson fráfarandi þingmaður Pírata sem einnig féllu af þingi. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur kallað formenn flokka sem náðu kjöri á sinn fund á morgun. Í framhaldi af þeim fundum mun forsetinn væntanlega veita einum formannanna umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Formannaspjallið í heild sinni: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta eru verstu kosningaúrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei áður hefur fengið fylgi undir tuttugu prósentum. Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar og Píratar sömuleiðis eftir fimmtán ár á þingi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins gætu auðveldlega myndað ríkisstjórn með rúmum meirihluta á þingi ef aðeins er horft á fjölda þingmanna. Þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn eru það hins vegar málefnin og samningahæfileikar forystufólks sem ráða för. Viðreisn getur tekið þátt í myndun ríkisstjórna til bæði vinstri og hægri.Vísir/Vilhelm Það er líka sögulegt að flokkarnir sem unnu stærstu sigrana eru allir leiddir af konum. Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins mæta fyrstar til Heimis Más. Þessir þrír flokkar hafa samanlagt 36 þingmenn og því rúman meirihluta á Alþingi. Í örðum hluta þáttarins mæta þeir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og halda spjallinu áfram með Þorgerði Katrínu. Þessir þrír flokkar gætu einnig myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum en lágmarks meirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Flokkur fólksins vann góðan sigur og getur eins og Viðreisn ýmist myndað ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sem var með þeim síðustu til að detta inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar öll atkvæði höfðu verið talin mætir í þriðja og síðasta hluta formannaspjallsins. Með honum verða Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna sem féllu af þingi í kosningunum og Björn Leví Gunnarsson fráfarandi þingmaður Pírata sem einnig féllu af þingi. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur kallað formenn flokka sem náðu kjöri á sinn fund á morgun. Í framhaldi af þeim fundum mun forsetinn væntanlega veita einum formannanna umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Formannaspjallið í heild sinni:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04