Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2024 17:47 Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða allar hjá Heimi í spjalli í kvöld. Vísir/Vilhelm Formenn og leiðtogar flokka sem náðu inn á þing eða féllu af þingi í kosningunum í gær mæta í spjall hjá Heimi Má á Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir þrír biðu afhroð í kosingunum en þrír stjórnarandstöðuflokkar með Samfylkinguna í broddi fylkingar unnu stóra sigra. Þetta eru verstu kosningaúrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei áður hefur fengið fylgi undir tuttugu prósentum. Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar og Píratar sömuleiðis eftir fimmtán ár á þingi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins gætu auðveldlega myndað ríkisstjórn með rúmum meirihluta á þingi ef aðeins er horft á fjölda þingmanna. Þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn eru það hins vegar málefnin og samningahæfileikar forystufólks sem ráða för. Viðreisn getur tekið þátt í myndun ríkisstjórna til bæði vinstri og hægri.Vísir/Vilhelm Það er líka sögulegt að flokkarnir sem unnu stærstu sigrana eru allir leiddir af konum. Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins mæta fyrstar til Heimis Más. Þessir þrír flokkar hafa samanlagt 36 þingmenn og því rúman meirihluta á Alþingi. Í örðum hluta þáttarins mæta þeir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og halda spjallinu áfram með Þorgerði Katrínu. Þessir þrír flokkar gætu einnig myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum en lágmarks meirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Flokkur fólksins vann góðan sigur og getur eins og Viðreisn ýmist myndað ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sem var með þeim síðustu til að detta inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar öll atkvæði höfðu verið talin mætir í þriðja og síðasta hluta formannaspjallsins. Með honum verða Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna sem féllu af þingi í kosningunum og Björn Leví Gunnarsson fráfarandi þingmaður Pírata sem einnig féllu af þingi. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur kallað formenn flokka sem náðu kjöri á sinn fund á morgun. Í framhaldi af þeim fundum mun forsetinn væntanlega veita einum formannanna umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Formannaspjallið í heild sinni: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Þetta eru verstu kosningaúrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei áður hefur fengið fylgi undir tuttugu prósentum. Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar og Píratar sömuleiðis eftir fimmtán ár á þingi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins gætu auðveldlega myndað ríkisstjórn með rúmum meirihluta á þingi ef aðeins er horft á fjölda þingmanna. Þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn eru það hins vegar málefnin og samningahæfileikar forystufólks sem ráða för. Viðreisn getur tekið þátt í myndun ríkisstjórna til bæði vinstri og hægri.Vísir/Vilhelm Það er líka sögulegt að flokkarnir sem unnu stærstu sigrana eru allir leiddir af konum. Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins mæta fyrstar til Heimis Más. Þessir þrír flokkar hafa samanlagt 36 þingmenn og því rúman meirihluta á Alþingi. Í örðum hluta þáttarins mæta þeir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og halda spjallinu áfram með Þorgerði Katrínu. Þessir þrír flokkar gætu einnig myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum en lágmarks meirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Flokkur fólksins vann góðan sigur og getur eins og Viðreisn ýmist myndað ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sem var með þeim síðustu til að detta inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar öll atkvæði höfðu verið talin mætir í þriðja og síðasta hluta formannaspjallsins. Með honum verða Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna sem féllu af þingi í kosningunum og Björn Leví Gunnarsson fráfarandi þingmaður Pírata sem einnig féllu af þingi. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur kallað formenn flokka sem náðu kjöri á sinn fund á morgun. Í framhaldi af þeim fundum mun forsetinn væntanlega veita einum formannanna umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Formannaspjallið í heild sinni:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04