„Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 10:42 Kristrún Frostadóttir var að vonum glöð þegar hún ræddi við fréttastofu í morgun. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það er mjög skýrt ákall um breytingar, niðurstöðurnar sýna það svart á hvítu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttstofu rétt í þessu. Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir