Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:47 Kolbeinn Aron Ingibjargarson varð bráðkvaddur á heimili sínu fyrir sex árum síðan. ÍBV Handbolti Í dag hefði Eyjamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson orðið 35 ára gamall. Eyjamenn minnast hans sérstaklega á heimaleik sínum við Valsmenn í Olís deild karla í handbolta. „Kolbeinn Aron Ingibjargarson, eða Kolli eins og við kölluðum hann, var öflugur markvörður og litríkur karakter sem átti stóran þátt í vexti og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. Kolbeinn var búinn að spila 279 leiki fyrir ÍBV þegar hann kvaddi allt of snemma árið 2018. Kolbeinn varð þá bráðkvaddur á heimili sínu. Flest fólk í Eyjum fékk fréttirnar á aðfangadag og þær settu mikinn svip á jólahald í Vestmannaeyjum enda var Kolbeinn vinur allra. Í tilefni afmælisins ákvað fjölskylda Kolla að láta útbúa sérstakan afmælisbjór sem þau gáfu handknattleiksdeild ÍBV og óskuðu eftir að bjórinn yrði seldur í upphitun fyrir leik ÍBV og Vals. Eyjamenn vonast eftir góðri mætingu á þennan stórleik enda er ein besta leiðin til að minnast stuðboltans að vera með með stuð á pöllunum á móti einum af erkifjendum liðsins síðustu ár. „Upphitun hefst í gamla salnum klukkan 15.00 þar sem Kollabjórinn verður til sölu ásamt pizzu frá Pizza 67. Þar ætlum við að eiga saman góða stund, ylja okkur við minningar um góðan dreng og hita upp fyrir leikinn. Mætum í hvítu og hlökkum til að sjá sem allra flesta,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar en hefur tapað tveimur leikjum í röð. Valsmenn komast upp i annað sætið með sigri en Valsliðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í september. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
„Kolbeinn Aron Ingibjargarson, eða Kolli eins og við kölluðum hann, var öflugur markvörður og litríkur karakter sem átti stóran þátt í vexti og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. Kolbeinn var búinn að spila 279 leiki fyrir ÍBV þegar hann kvaddi allt of snemma árið 2018. Kolbeinn varð þá bráðkvaddur á heimili sínu. Flest fólk í Eyjum fékk fréttirnar á aðfangadag og þær settu mikinn svip á jólahald í Vestmannaeyjum enda var Kolbeinn vinur allra. Í tilefni afmælisins ákvað fjölskylda Kolla að láta útbúa sérstakan afmælisbjór sem þau gáfu handknattleiksdeild ÍBV og óskuðu eftir að bjórinn yrði seldur í upphitun fyrir leik ÍBV og Vals. Eyjamenn vonast eftir góðri mætingu á þennan stórleik enda er ein besta leiðin til að minnast stuðboltans að vera með með stuð á pöllunum á móti einum af erkifjendum liðsins síðustu ár. „Upphitun hefst í gamla salnum klukkan 15.00 þar sem Kollabjórinn verður til sölu ásamt pizzu frá Pizza 67. Þar ætlum við að eiga saman góða stund, ylja okkur við minningar um góðan dreng og hita upp fyrir leikinn. Mætum í hvítu og hlökkum til að sjá sem allra flesta,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar en hefur tapað tveimur leikjum í röð. Valsmenn komast upp i annað sætið með sigri en Valsliðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í september.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira