Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar 29. nóvember 2024 15:59 Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar