Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 14:12 Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun