Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 13:16 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water. First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“ Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“
Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira