Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar