Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:00 Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun