Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 28. nóvember 2024 09:22 Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður á Ruv gerði á sig, skeit upp á bak, varð á í messunni eða hvað annað sem menn kalla þetta. Hann fékk Arnar Þór Jónsson formann Lýðræðisflokkinn í viðtal á Kosningavaktina 24. Gott viðtal og Arnar svaraði öllu vel og skilmerkilega. Nítjánda mínútan Þegar liðnar voru tæpar 20 mínútur af viðtalinu byrjaði Bergsteinn að spyrja út í oddvita Norðvesturs kjördæmisins. Við ættum auðvitað öll að koma þeim báðum á þing til að gera landi og þjóð gagn. Oddvitinn var ekki á staðnum, samt heldur Bergsteinn fram lygum í inngangi sínum og spyr svo hvort þetta sé stefna Lýðræðisflokksins. Arnar Þór svaraði árás Bergsteins af mikilli stillingu. Hann lét fréttamanninn, sem sýndi óhæfi sitt þarna, ekki fara með sig inn á villigötur. Arnar sagði stefnu flokksins vera að heimila ekki karlmönnum sem skilgreina sig sem konur að baða sig með litlu stúlkunum okkar. Fréttamaðurinn spurði ekki meira um það. Bergsteinn spurði ekki hvað hann ætti við, hvað þá að hann vildi frá nánari útlistun á málinu. Nei þeir mega það ekki Þetta er viðkvæðið þegar maður ræðir við fólk um lögin um kynrænt sjálfræði. Lögin skertu rétt kvenna til forréttinda fyrir karlmenn. Karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, má nefnilega mæta í búningsklefa kvenna þar sem litlar stúlkur baða sig og eru naktar. Beri karlmaður sig fyrir framan skólastofnun er sá hinn sami handtekinn. Lýðræðisflokknum finnst ekki fara saman hljóð og mynd. Á einum stað má bera sig fyrir framan stúlkur og öðrum ekki. Starfsmaður Kennarasambandsins skrifaði heilmikla grein um ofbeldi gegn konum á Vísi.is, en minntist ekki orði á þetta ofbeldi gegn stúlkum og komum. Hverju sætir það, að sjálf Kennarasamtökin huga ekki að þessum rétti stúlkna í umræðunni um ofbeldi? Já í reynd er þetta líka skerðing á mannréttindum kvenna og stúlkna. Kjósum Lýðræðisflokkinn Þetta er eini flokkurinn sem hefur dregið málefnið fram í dagsljósið. Málefni sem varðar hundruð kvenna og stúlkna. Fáir vita að þetta er svona í raun. Greinarhöfundur skrifaði til allra sveitarfélaga á landinu til að spyrja um fyrirkomulagið á sundstöðum þegar karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, mætir í sund. Úrræðin voru misjöfn en nokkur sveitarfélög svöruðuð því til að rétturinn væri karlmannsins, ekki stúlkna og kvenna til að baða sig í næði. Stöndum vörð um réttindi stúlkna og kvenna- kjósum Lýðræðisflokkinn. Höfundur er grunnskólakennari og sjúkraliði, er í 2. sæti listans í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður á Ruv gerði á sig, skeit upp á bak, varð á í messunni eða hvað annað sem menn kalla þetta. Hann fékk Arnar Þór Jónsson formann Lýðræðisflokkinn í viðtal á Kosningavaktina 24. Gott viðtal og Arnar svaraði öllu vel og skilmerkilega. Nítjánda mínútan Þegar liðnar voru tæpar 20 mínútur af viðtalinu byrjaði Bergsteinn að spyrja út í oddvita Norðvesturs kjördæmisins. Við ættum auðvitað öll að koma þeim báðum á þing til að gera landi og þjóð gagn. Oddvitinn var ekki á staðnum, samt heldur Bergsteinn fram lygum í inngangi sínum og spyr svo hvort þetta sé stefna Lýðræðisflokksins. Arnar Þór svaraði árás Bergsteins af mikilli stillingu. Hann lét fréttamanninn, sem sýndi óhæfi sitt þarna, ekki fara með sig inn á villigötur. Arnar sagði stefnu flokksins vera að heimila ekki karlmönnum sem skilgreina sig sem konur að baða sig með litlu stúlkunum okkar. Fréttamaðurinn spurði ekki meira um það. Bergsteinn spurði ekki hvað hann ætti við, hvað þá að hann vildi frá nánari útlistun á málinu. Nei þeir mega það ekki Þetta er viðkvæðið þegar maður ræðir við fólk um lögin um kynrænt sjálfræði. Lögin skertu rétt kvenna til forréttinda fyrir karlmenn. Karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, má nefnilega mæta í búningsklefa kvenna þar sem litlar stúlkur baða sig og eru naktar. Beri karlmaður sig fyrir framan skólastofnun er sá hinn sami handtekinn. Lýðræðisflokknum finnst ekki fara saman hljóð og mynd. Á einum stað má bera sig fyrir framan stúlkur og öðrum ekki. Starfsmaður Kennarasambandsins skrifaði heilmikla grein um ofbeldi gegn konum á Vísi.is, en minntist ekki orði á þetta ofbeldi gegn stúlkum og komum. Hverju sætir það, að sjálf Kennarasamtökin huga ekki að þessum rétti stúlkna í umræðunni um ofbeldi? Já í reynd er þetta líka skerðing á mannréttindum kvenna og stúlkna. Kjósum Lýðræðisflokkinn Þetta er eini flokkurinn sem hefur dregið málefnið fram í dagsljósið. Málefni sem varðar hundruð kvenna og stúlkna. Fáir vita að þetta er svona í raun. Greinarhöfundur skrifaði til allra sveitarfélaga á landinu til að spyrja um fyrirkomulagið á sundstöðum þegar karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, mætir í sund. Úrræðin voru misjöfn en nokkur sveitarfélög svöruðuð því til að rétturinn væri karlmannsins, ekki stúlkna og kvenna til að baða sig í næði. Stöndum vörð um réttindi stúlkna og kvenna- kjósum Lýðræðisflokkinn. Höfundur er grunnskólakennari og sjúkraliði, er í 2. sæti listans í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar