Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar 28. nóvember 2024 08:52 Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun