Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. nóvember 2024 08:10 Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun