Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. nóvember 2024 08:10 Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun