Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 19:37 Landlæknir er sú stofnun sem rannsakar dánarmein ef þurfa þykir. Vísir/Arnar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum þess í kvöld. Þar kom fram að samkvæmt dánarmeinaskrá ársins 2023 hafi fjórir látist vegna aukaverkana eftir bólusetningu við kórónuveirunni, þrír karlar og ein kona. Ötull talsmaður Ivermectin Í skránni kemur ekki fram hver það var sem skráði andlátin en heimildir Ríkisútvarpsins herma að það hafi verið sami maður sem skráði þau öll og að þau hafi öll búið á sama hjúkrunarheimili. Þær herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin en umræða um að það tiltekna lyf veitti góða vörn gegn einkennum veirunnar var áberandi meðal þeirra sem vantreysta bóluefnum. Í skriflegu svari Embættis landlæknis við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi þessi mál til skoðunar og hafi óskað eftir upplýsingum frá lækninum sem skráði andlátin. Kalli á nánari athugun Einnig er þar tekið fram að læknum sé falið með lögum að skrá dánarorsök með réttum hætti og að þessi skráning kalli á nánari athugun af hálfu embættisins. Andlát af völdum aukaverkana vegna bólusetningar eru afar sjaldgæf. Óháðir sérfræðingar leggi mat á málið og greint verði frá niðurstöðu opinberlega en embættið tjái sig ekki frekar á meðan sú vinna er í gangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum þess í kvöld. Þar kom fram að samkvæmt dánarmeinaskrá ársins 2023 hafi fjórir látist vegna aukaverkana eftir bólusetningu við kórónuveirunni, þrír karlar og ein kona. Ötull talsmaður Ivermectin Í skránni kemur ekki fram hver það var sem skráði andlátin en heimildir Ríkisútvarpsins herma að það hafi verið sami maður sem skráði þau öll og að þau hafi öll búið á sama hjúkrunarheimili. Þær herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin en umræða um að það tiltekna lyf veitti góða vörn gegn einkennum veirunnar var áberandi meðal þeirra sem vantreysta bóluefnum. Í skriflegu svari Embættis landlæknis við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi þessi mál til skoðunar og hafi óskað eftir upplýsingum frá lækninum sem skráði andlátin. Kalli á nánari athugun Einnig er þar tekið fram að læknum sé falið með lögum að skrá dánarorsök með réttum hætti og að þessi skráning kalli á nánari athugun af hálfu embættisins. Andlát af völdum aukaverkana vegna bólusetningar eru afar sjaldgæf. Óháðir sérfræðingar leggi mat á málið og greint verði frá niðurstöðu opinberlega en embættið tjái sig ekki frekar á meðan sú vinna er í gangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira