Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun